Danska liðið Brøndby er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir heimasigur á Vålerenga frá Noregi í vítakeppni í lokaleik umferðarinnar í dag.
Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1:1. Dejana Stefanovic kom Vålerenga yfir með marki úr víti á 16. mínútu en Josefine Hasbo jafnaði á 79. mínútu.
Ekkert var skorað í framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoraði Brøndby úr öllum sínum spyrnum á meðan Vålerenga skoraði úr fjórum af fimm.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga og skoraði úr fyrstu spyrnu liðsins í vítakeppninni.