Þjálfarinn talaði aldrei við mig

Aron Bjarnason lék með Val síðasta sumar.
Aron Bjarnason lék með Val síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason skipti á dögunum úr Újpest í Ungverjalandi til Sirius í Svíþjóð. Aron fékk lítið að spila hjá Újpest og hann viðurkennir að staðan hafi verið orðin afar erfið hjá ungverska félaginu.

„Michael Oenning [þjálfari Újpest] talaði aldrei við mig. Hann hafði ekki áhuga á mér. Þetta var orðið vonlaust. Sirius kom með tilboð á besta tíma.

Ég komst ekki í sögubækurnar hjá Újpest og ég veit ég hefði getað spilað betur. Þetta hefur ekki verið besti tími ferilsins,“ sagði Aron í samtali við ungverska miðilinn Csakfoci.

Aron lék með Val á síðustu leiktíð að láni frjá Újpest og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandmeistari en hann skoraði sjö mörk í átján deildarleikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert