Evrópu- og heimsmeistarar Bayern München eru að vinna kapphlaupið um Dayot Upamecano varnarmann Leipzig. Chelsea og Liverpool hafa þó ekki gefist upp á að fá Frakkann í sínar raðir.
Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Chelsea hefur miklar mætur á Upamecano og þá hefur Liverpool lengi fylgst með honum. The Guardian greinir hinsvegar frá því í dag að München sé líklegasti næsti áfangastaður miðvarðarins.
Bayern ætlar að bæta við sig varnarmanni í sumar eftir að David Alaba gaf það út að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins en Austurríkismaðurinn verður samningslaus eftir tímabilið.