Sóknarmaðurinn Diego Costa er við það að gera samning við brasilíska félagið Palmeiras. Costa er fæddur í Brasilíu og studdi félagið í æsku.
Palmeiras hefur boðið Costa tveggja ára samning en félög í Tyrklandi, Katar og Sádi-Arabíu hafa einnig fylgst vel með Costa eftir að hann rifti samningi sínum við Atlético Madrid. Þá hafnaði hann tilboði frá félagi í ensku úrvalsdeildinni.
Costa er spænskur landsliðsmaður en fæddur og uppalinn í São Paulo. Hann hóf ferilinn með Barcelona í borginni áður en leiðin lá til Braga í Portúgal árið 2006. Hefur hann leikið í Evrópu alla tíð síðan og skorað tíu mörk í 24 landsleikjum fyrir Spán.