Í læknisskoðun í Póllandi

Aron er mættur í læknisskoðun í Póllandi.
Aron er mættur í læknisskoðun í Póllandi. Ljósmynd/Lech Poznan

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson er mættur til Poznan í Póllandi þar sem hann er í læknisskoðun hjá Lech Poznan sem leikur í efstu deild þar í landi. 

Aron mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á eins og hálfs árs framlengingu ef allt fer að óskum. Aron skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni með Hammarby á síðustu leiktíð en hefur verið án félags síðustu mánuði. 

Aron, sem er uppalinn í Grafarvogi, er fæddur í Bandaríkjunum og hefur leikið 19 landsleiki fyrir Bandaríkjamenn. Lech Poznan er í tíunda sæti pólsku úrvalsdeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert