Þýska stórveldið Bayern München er búið að staðfesta kaupin á varnarmanninum eftirsótta Dayot Upamecano. Franski landsliðsmaðurinn kemur frá þýska liðinu RB Leipzig.
Upamecano, sem er 22 ára gamall en þrátt fyrir það afar leikreyndur, gengur til liðs við þýsku meistarana að loknu núverandi tímabili, hinn 1. júlí, fyrir ótilgreinda upphæð og klárar því tímabilið með Leipzig.
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool, Chelsea og Manchester United höfðu öll verið orðuð við Upamecano en nú hefur Bayern skotið þeim ref fyrir rass.
Bayern var í leit að miðverði eftir að David Alaba tilkynnti að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins, en Austurríkismaðurinn mun yfirgefa það þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins.
ℹ️ #FCBayern have agreed to sign Dayot #Upamecano from 1st July 2021 🤝
— 🏆🏆🏆FC Bayern English🏆🏆🏆 (@FCBayernEN) February 14, 2021
📰 https://t.co/h1HtzEKVDG#MiaSanMia