Spánarmeistarar Real Madríd endurheimtu annað sæti í efstu deildinni í knattspyrnu í dag er þeir lögðu Valencia að velli, 2:0, á heimavelli sínum. Real er nú þremur stigum á undan fjendum sínum í Barcelona sem á þó leik til góða.
Karim Benzema kom heimamönnum í forystu snemma leiks, á 12. mínútu, eftir stoðsendingu Toni Kroos og Þjóðverjinn sjálfur skoraði svo annað markið skömmu fyrir hálfleik. Real er nú fimm stigum á eftir toppliði Atlético Madríd sem á tvo leiki til góða.