Patrik hélt hreinu í fyrsta leik

Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands …
Patrik Sigurður Gunnarsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands síðastliðið haust. Eggert Jóhannesson

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Silkeborg þegar liðið vann 2:0 sigur á Hvidovre í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Stefán Teitur Þórðarson spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir Silkeborg.

Patrik gekk til liðs við Silkeborg á láni frá Brentford um jólin eftir að hafa spilað afar vel fyrir Viborg fyrri hluta tímabils í sömu deild.

Hjá Viborg fékk hann aðeins níu mörk á sig í 12 leikjum og hélt markinu sínu hreinu fjórum sinnum. Patrik heldur því áfram þar sem frá var horfið.

Silkeborg er í þriðja sæti dönsku B-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert