Alphonso Davies bjargaði stigi fyrir Bayern München þegar liðið fékk Arminia Bielefeld í heimsókn í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Davies skoraði jöfnunarmark Bæjara á 70. mínútu.
Michel Vlap og Amos Pieper skoruðu hvor sitt markið fyrir Arminia Bielefeld í fyrri hálfleik og staðan því 2:0 í hálfleik.
Robert Lewandowski minnkaði muninn fyrir Bayern München á 48. mínútu áður en Christian Gebauer skoraði þriðja mark Arminia Bielefeld á 49. mínútu.
Corentin Tolisso minnkaði muninn fyrir Bæjara, átta mínútum síðar, áður en Davies jafnaði metin.
Bæjarar eru áfram í efsta sæti deildarinnar með 49 stig eftir og hafa fimm stiga forskot á RB Leipzig sem er í öðru sætinu.
Arminia Bielefeld er í harðri fallbaráttu en liðið er með 18 stig í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.