Fyrsta stoðsending tímabilsins

Sverrir Ingi Ingason hefur spilað mjög vel í Grikklandi á …
Sverrir Ingi Ingason hefur spilað mjög vel í Grikklandi á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason lagði upp mark fyrir PAOK þegar liðið heimsótti Giannina í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri PAOK en Andrija Zivkovic kom PAOK yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu Sverris.

Stefan Schwab bætti við öðru marki PAOK á 62. mínútu og þar við sat en Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK.

Sverrir hefur byrjað nítján leiki fyrir PAOK í deildinni á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað fjögur mörk en þetta var hans fyrsta stoðsending á tímabilinu.

PAOK er í fjórða sæti grísku deildarinnar með 43 stig, 17 stigum minna en topplið Olympiacos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert