Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var valinn í lið umferðarinnar í hollensku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína með AZ frá Alkmaar.
Albert skoraði þriðja mark liðsins í 3:1 sigri á Heerenveen í gær.
Var hann valinn í lið umferðarinnar hjá Voetbal International, elsta knattspyrnutímaritinu í Hollandi.
🔝1⃣1⃣ Dit is ons Elftal van de Week van Eredivisie-speelronde 22. pic.twitter.com/TuRub9byne
— Voetbal International (@VI_nl) February 15, 2021