Marco Rose verður næsti knattspyrnustjóri þýska félagsins Dortmund en hann tekur við stjórnartaumunum eftir yfirstandandi leiktíð.
Rose er sem stendur þjálfari Borussia Mönchengladbach en liðið situr í 7. sæti þýsku efstu deildarinnar, sæti fyrir neðan Dortmund en liðin eru bæði með 33 stig eftir 21 leik. Lucien Favre var rekinn sem stjóri Dortmund í desember eftir óvænt 5:1-stórtap gegn Stuttgart á heimavelli og Edin Terzic, aðstoðarþjálfari liðsins, var þá ráðinn sem þjálfari liðsins út tímabilið.
Rose er 44 ára gamall og hefur einnig stýrt Lokomotiv Leipzig og Red Bull Salzburg á stjóraferlinum.