Klopp mætir þýskum liðum og kemst í úrslit

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar landa sínum Julian Nagelsmann fyrir …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar landa sínum Julian Nagelsmann fyrir leikinn gegn RB Leipzig í gærkvöldi, sem Liverpool vann. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, státar sig af afar athyglisverðum árangri í Evrópukeppnum.

Frá því að hann tók við stjórntaumunum hjá Liverpool hefur liðið alltaf komist í úrslitaleik þeirra Evrópukeppna sem það hefur tekið þátt í þegar liðið hefur mætt þýskum liðum.

Á fyrsta tímabili Klopps, 2015/2016, spilaði Liverpool gegn Augsburg í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og svo gegn Dortmund í 8-liða úrslitum keppninnar, áður en liðið tapaði gegn Sevilla í úrslitaleiknum.

Tímabilið 2017/2018 þurfti Liverpool að fara í gegnum síðustu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu og sló þar út Hoffenheim. Liverpool laut þá í lægra haldi gegn Real Madríd í úrslitaleik keppninnar.

Tímabilið 2018/2019 mætti Liverpool svo Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá vann Liverpool úrslitaleikinn gegn Tottenham Hotspur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert