Porto skellti Juventus

Heimsókn Cristiano Ronaldo til heimalandsins í kvöld gekk ekki að …
Heimsókn Cristiano Ronaldo til heimalandsins í kvöld gekk ekki að óskum. AFP

Þótt áhorfendur séu bannaðir er Porto frá Portúgal öflugt á heimavelli eins og áður en í kvöld skellti Porto ítölsku meisturunum í Juventus 2:1 í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Portúgalska liðið fékk algera óskabyrjun þegar Mehdi Taremi skoraði strax á 2. mínútu. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Porto aftur og það var það Moussa Marega. 

Á 82. mínútu minnkaði Federico Chiesa muninn fyrir Juventus og þótt markið kæmi seint gæti það skipt miklu máli þegar uppi verður staðið þar sem liðin eiga eftir að mætast aftur í Tórínó. 

Moussa Marega fagnar marki sínu í kvöld.
Moussa Marega fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Þjóðverjarnir í Borussia Dortmund sýndur klærnar og unnu Sevilla í Andalúsíu 3:2. Norska ungstirnið Erling Braut Håland heldur áfram að skora í Meistaradeildinni og skoraði tvívegis í kvöld. Suso kom þó Sevilla yfir á 7. mínútu en þá skoraði Dortmund þrjú mörk. Mahmoud Dahoud jafnaði og Håland bætti við tveimur. 

Luuk de Jong minnkaði muninn fyrir Sevilla 2:3 á 84. mínútu en Dortmund er í kjörstöðu fyrir síðari leikinn. 

Erling Braut Håland skoraði tvívegis.
Erling Braut Håland skoraði tvívegis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert