Miðjumaðurinn Corentin Tolisso verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hann meiddist á æfingu með Bayern München í vikunni.
Tolisso verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði og því óvíst hvort hann geti leikið með Frökkum á EM í sumar.
Tolisso gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna í dag. Hinn 26 ára gamli miðjumaður hefur skorað níu mörk í 55 deildarleikjum með Bayern frá 2017. Þá hefur hann skorað tvö mörk í 23 landsleikjum með Frakklandi.
Tolisso varð heimsmeistari með Frökkum á HM í Rússlandi 2018 og Evrópumeistari með Bayern á síðustu leiktíð.