Evrópumeistari gæti misst af EM

Corentin Tolisso er að glíma við meiðsli.
Corentin Tolisso er að glíma við meiðsli. AFP

Miðjumaðurinn Corentin Tolisso verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hann meiddist á æfingu með Bayern München í vikunni.

Tolisso verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði og því óvíst hvort hann geti leikið með Frökkum á EM í sumar.

Tolisso gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna í dag. Hinn 26 ára gamli miðjumaður hefur skorað níu mörk í 55 deildarleikjum með Bayern frá 2017. Þá hefur hann skorað tvö mörk í 23 landsleikjum með Frakklandi.

Tolisso varð heimsmeistari með Frökkum á HM í Rússlandi 2018 og Evrópumeistari með Bayern á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert