Mikil dramatík í Finnlandi - Skotar skoruðu tíu

Linda Sällström var hetja Finna.
Linda Sällström var hetja Finna. Ljósmynd/FIFA

Finnland er komið í lokakeppni EM kvenna í fótbolta eftir dramatískan 1:0-sigur á heimavelli gegn Portúgal í dag. Linda Sällström skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Mótið verður það fjórða af síðustu fimm sem finnska liðið tekur þátt í. 

Portúgal getur enn tryggt sér sæti á lokamótinu með sigri á Skotlandi á útivelli í lokaumferðinni á þriðjudag, en með tapi er ljóst að Portúgal fer í umspil. 

Skotar hituðu upp fyrir leikinn gegn Portúgal með 10:0-útisigri á Kýpur. Elizabeth Arnot skoraði þrennu fyrir Skota og þær Martha Thomas og Jane Ross skoruðu tvö mörk hvor. Caroline Weir, Kirsty Hanson og Claire Emslie komust einnig á blað, en þrátt fyrir sigurinn eru Skotar úr leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert