Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson mun yfirgefa danska félagið Brøndby í sumar samkvæmt heimildum Ekstra Bladet.
Samningur Hjartar við Brøndby rennur út í sumar en hann hefur verið hjá danska félaginu frá árinu 2016 þegar hann kom frá PSV í Hollandi.
Hjörtur hefur leikið yfir 100 leiki með Brøndby en ekki verið í stóru hlutverki að undanförnu. Hjörtur á 18 A-landsleiki að baki.