Real Madrid þurfti að hafa fyrir 1:0-sigri á Real Valladolid á útivelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Brasilíumaðurinn Casemiro skoraði sigurmark Real á 65. mínútu, en fram að því hafði Valladolid varist hetjulega. Real var miklum mun meira með boltann, en gekk illa að skapa sér góð færi.
Real er nú með 52 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem á þó leik til góða. Real hefur unnið fjóra leiki í röð en Atlético hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum.