Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason er ekki í leikmannahópi Augsburg sem mætir Leverkusen í þýsku efstu deildinni í dag en hann er enn frá vegna meiðsla.
Alfreð sneri aftur í liðið eftir meiðsli í byrjun janúar og náði þá að koma við sögu í þremur leikjum í röð, síðast sem varamaður í 2:1-sigri á Union Berlín 23. janúar en það var jafnframt 100. deildarleikur Alfreðs með Augsburg.
Hann hefur hins vegar misst af þremur leikjum síðan þá og missir af þeim fjórða í dag en Heiko Herrlich staðfesti þetta á blaðamannafundi félagsins í gær. Ísland hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði með því að heimsækja Þýskaland og Armeníu.