Lommel hafði betur gegn Lierse Kempenzonen í B-deild Belgíu í fótbolta í kvöld, 2:1.
Kolbeinn Þórðarson, sem er á sínu öðru tímabili með Lommel, skoraði fyrra mark liðsins á 38. mínútu og lék allan leikinn.
Markið var það þriðja sem Kolbeinn skorar í belgísku B-deildinni og annað markið hans á tímabilinu.
Lommel er í fjórða sæti deildarinnar með 31 stig, 19 stigum á eftir Union Saint-Gilloise sem situr í toppsætinu.