Aron Jóhannsson fer vel stað með Lech Poznan í pólska fótboltanum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1:0-sigri á heimavelli gegn Slask Wroclaw í fyrsta leik framherjans í pólsku úrvalsdeildinni.
Aron, sem lék með Hammarby í Svíþjóð á síðustu leiktíð, var í byrjunarliði Lech Poznan og skoraði sigurmarkið á 57. mínútu. Hann var tekinn af velli á 75. mínútu.
Lech Poznan er í 10. sæti af 16 liðum með 22 stig eftir 18 leiki.