Glæsilegt mark frá Olivier Giroud færði Chelsea dýrmætan útisigur, 1:0, á Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og Evrópumeistarar Bayern München unnu auðveldan útisigur gegn Lazio í Róm, 4:1.
Giroud skoraði markið á 70. mínútu með gullfallegri hjólhestaspyrnu. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í tvær mínútur var það dæmt gilt þar sem boltinn fór af leikmanni Atlético til hans.
Leikurinn fór fram í Búkarest þar sem ensk félög mega ekki koma til Spánar af sóttvarnaástæðum. Síðari leikur liðanna fer fram í London um miðjan mars.
Bayern gerði nánast út um einvígið gegn Lazio með því að komast í 4:0 eftir aðeins 50 mínútna leik. Robert Lewandwski, Jamal Musiala og Leroy Sané skoruðu fyrir hlé og Lazio gerði sjálfsmark í byrjun síðari hálfleiks. Joaquín Correa náði að laga stöðuna strax fyrir Lazio en ljóst er að möguleikar ítalska liðsins í seinni leiknum í Þýskalandi eru afar litlir.
Atlético Madrid | 0:1 | Chelsea |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Uppbótartíminn er 6 mínútur | ||||
Augnablik — sæki gögn... |