Bati Sergio Ramos, fyrirliða knattspyrnuliðs Real Madríd, virðist vera hraðari en búist hafði verið við en hann glímir við hnémeiðsli.
Ramos fór í aðgerð vegna meiðslanna hinn 6. febrúar og var ekki reiknað með því að hann yrði leikfær fyrr en eftir 6-8 vikur.
Samkvæmt frétt í dagblaðinu AS standa vonir til þess að Ramos gæti verið með um miðjan mars. 13. mars á liðið að mæta Elche og 16. mars mætir liðið Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.