Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir Íslendingaliðið Esbjerg í dönsku b-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markið skilaði þó ekki stigi eða stigum því Esbjerg tapaði á heimavelli fyrir Silkeborg 1:2. Kjartan lék allan leikinn og minnkaði muninn á 87. mínútu eftir að Silkeborg komst í 2:0. Andri Rúnar Bjarnason er að jafna sig af meiðslum og var á varamannabekknum en Ólafur Kristjánsson stýrir liði Esbjerg.
Patrik Gunnarsson varði mark Silkeborg í leiknum og Stefán Teitur Þórðarson lék einnig allan leikinn með Silkeborg.