Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er enn ekki klár í slaginn með Augsburg vegna meiðsla og verður ekki með liðinu þegar það sækir Mainz heim í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn.
Alfreð hefur misst af síðustu fjórum leikjum Augsburg og hefur aðeins náð að spila 12 af 22 leikjum liðsins í deildinni í vetur.
Knattspyrnustjórinnn Heiko Herrlich sagði á fréttamannafundi nú eftir hádegið að Alfreð væri enn í einstaklingsmiðaðri endurhæfingu og ekki tilbúinn í slaginn.
Augsburg er í þrettánda sæti af átján liðum í deildinni, fimm stigum fyrir ofan umspilssæti og sex stigum ofar en Mainz sem er næstneðst í deildinni.