Barcelona fór upp fyrir Real Madrid og upp í annað sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:0-sigri á Sevilla á útivelli í dag.
Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 29. mínútu eftir undirbúning frá Lionel Messi og það var Messi sem gulltryggði sigurinn með marki á 85. mínútu og þar við sat.
Barcelona er nú með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem á tvo leiki til góða og einu stigi á undan Real Madrid sem á einn leik til góða.