Ítalíumeistarar Juventus þurftu að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn Hellas Verona á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.
Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 49. mínútu en Antonín Barák jafnaði fyrir Verona á 77. mínútu og þar við sat.
Juventus er í þriðja sæti deildarinnar með 46 stig, sjö stigum á eftir toppliði Inter Mílanó og þremur stigum á eftir AC Milan.