Sara kom Lyon á bragðið

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark dagsins hjá Lyon.
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark dagsins hjá Lyon. AFP

Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir Lyon í 2:0-sigri liðsins á Soyaux á útivelli í frönsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum er Lyon nú aðeins einu stigi á eftir toppliði PSG að loknum 15 umferðum.

Sara spilaði allan leikinn og kom sem fyrr segir gestunum í forystu á 25. mínútu. Annað Íslendingalið var að spila í franska boltanum í dag og fékk útreið. Le Havre steinlá fyrir Bordeaux, 6:0, og er nú fimm stigum frá því að komast upp úr fallsæti.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Le Havre í dag en Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert