Króatinn Zlatko Kranjcar er látinn eftir stutta baráttu við alvarleg veikindi, 64 ára að aldri. Kranjcar var fyrirliði Króatíu í fyrsta landsleik þjóðarinnar gegn Bandaríkjunum árið 1990.
Hann var landsliðsþjálfari Króatíu frá 2004 til 2006 og kom liðinu inn á HM í Þýskalandi 2006. Króatía var með Íslandi í riðli í undankeppninni og vann króatíska liðið báða leikina, 4:0 og 3:1.
Sonur hans, Niko Kranjcar, lék með Tottenham og Portsmouth á sínum tíma.