Real Madrid er dottið niður í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir að liðinu mistókst að vinna Real Sociedad á heimavelli í kvöld.
Reyndar slapp liðið fyrir horn með jafntefli því Vinicius Junior jafnaði metin fyrir Real Madrid á 89. mínútu, 1:1. Cristian Portu hafði komið Real Sociedad yfir á 55. mínútu.
Þetta þýðir að Atlético Madrid er áfram með fimm stiga forskot, er með 58 stig, og á auk þess leik til góða á bæði Barcelona og Real Madrid sem eru með 53 stig. Sevilla með 48 stig og Teal Sociedad með 42 eru síðan í næstu sætum.