Evrópumeistarar Lyon unnu nauman sigur á dönsku meisturunum Brøndby í dag, 2:0, en þetta var fyrri viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.
Leikið var í Lyon og liðin mætast aftur í Kaupmannahöfn í næstu viku. Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðasta hálftímann með Lyon. Amel Majri kom Lyon yfir eftir hálftíma leik en allt stefndi í að liðið yrði að láta eitt mark duga.
Í lok uppbótartímans bætti Melvine Malard við marki og Lyon fer því með þægilegra forskot til Danmerkur en útlit var fyrir.