Milan Skriniar reyndist hetja Inter Mílanó þegar liðið fékk Atalanta í heimsókn í ítölsku A-deilldinni í knattspyrnu á San Siro-leikvanginn í Mílanó í kvöld.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Inter en Skriniar skoraði sigurmark leiksins á 54. mínútu eftir sendingu Alessandros Bastonis.
Inter er í efsta sæti deildarinnar með 62 stig og hefur nú sex stiga forskot á nágranna sína í AC Milan.
Atalanta er í fimmta sæti deildarinnar með 49 stig, einu stigi frá meistaradeildarsæti.