Munnlegt samkomulag í höfn

David Alaba er sagður vera á leið til Barcelona.
David Alaba er sagður vera á leið til Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur gert munnlegt samkomulag við varnarmanninn David Alaba sem er á förum frá Bayern München í sumar.

Aust­ur­rík­is­maður­inn er 28 ára gam­all og hef­ur verið orðaður við öll stærstu lið Evr­ópu und­an­farn­ar vik­ur en samn­ingaviðræður hans við Bayern sigldu í strand í nóv­em­ber. Alaba er upp­al­inn hjá þýsku meist­ur­un­um en hann lék sinn fyrsta meist­ara­flokks­leik fyr­ir fé­lagið árið 2010.

Hann staðfesti nýlega að hann mun ekki endurnýja samning sinn við þýsku meistarana en hefur enn ekki sagt hvert hann fer næst. Nú segir spænski miðillinn Mundo Deportivo frá því að Alaba hafi gert samkomulag við spænska stórliðið.

Alls á hann að baki 408 leiki fyr­ir Bayern í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 32 mörk og lagt upp önn­ur 49. Hann hef­ur níu sinn­um orðið Þýska­lands­meist­ari með liðinu, sex sinn­um bik­ar­meist­ari og tví­veg­is Evr­ópu­meist­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert