City á leið til Búdapest

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City mæta Borussia …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City mæta Borussia Mönchengladbach í Búdapest í næstu viku. AFP

Manchester City tekur á móti Borussia Mönchengladbach í Búdapest í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag, en leikurinn fer fram á Puskás-vellinum í Búdapest á þriðjudaginn í næstu viku.

City er í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn og leiðir 2:0 í einvíginu, en fyrri leikur liðanna fór einnig fram í Búdapest.

Vegna sóttvarnarreglna þá gat fyrri leikurinn ekki farið fram í Þýskalandi og það sama er uppi á teningnum þegar kemur að seinni leik liðanna.

Liverpool mætir RB Leipzig í Búdapest í kvöld í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en fyrri leikur liðanna fór einnig fram í Ungverjalandi vegna sóttvarnarreglna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert