Giggs ekki á hliðarlínunni í næstu leikjum

Ryan Giggs stýrir ekki landsliði Wales á næstunni.
Ryan Giggs stýrir ekki landsliði Wales á næstunni. AFP

Ryan Giggs mun ekki stýra karlalandsliði Wales í fótbolta í næstu þremur leikjum þar sem rannsókn á sakamáli þar sem hann er grunaður um heimilisofbeldi stendur enn yfir. 

Giggs var handtekinn í nóvember á síðasta ára grunaður um heimilisofbeldi í garð þáverandi kærustu sinnar, Kate Greville.

Hann og knattspyrnusamband Wales komust að sameiginlegri niðurstöðu þess efnis að Giggs myndi ekki stýra liðinu gegn Belgíu, Mexíkó og Tékklandi síðar í mánuðinum þar sem rannsókn málsins stendur enn yfir.

Giggs hefur ávallt neitað sök í málinu og hann hefur aðstoðað lögregluyfirvöld við rannsókn þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert