Barcelona féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld og Juventus í gærkvöldi. Fyrir vikið verður hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi í átta liða úrslitum keppninnar í fyrsta skipti frá árinu 2005.
Annar eða báðir hafa komist í átta liða úrslitin á hverju einasta tímabili síðustu fimmtán árin. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið keppnina og Messi fjórum sinnum.
Ljóst er að yngri knattspyrnustjörnur á borð við Kylian Mbappé og Erling Braut Haaland eru að taka sviðsljósið af Messi og Ronaldo, en Messi er 33 ára og Ronaldo 36 ára.