Meiddur og leikur ekki gegn Milan

Marcus Rashford meiddist í leiknum gegn Manchester City.
Marcus Rashford meiddist í leiknum gegn Manchester City. AFP

Marcus Rashford mun ekki leika með Manchester United er liðið fær AC Milan í heimsókn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta annað kvöld.

Rashford haltraði af velli í sigrinum á Manchester City á sunnudaginn var vegna ökklameiðsla. Ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru, en nógu alvarleg til að hann leiki ekki á morgun.

Edinson Cavani missir sömuleiðis af leiknum, en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur. Dean Henderson mun standa á milli stanganna hjá United þar sem David de Gea er enn í fríi eftir að eiginkona hans fæddi þeirra fyrsta barn í vikunni.

Þá verða Donny van de Beek, Paul Pogba, Juan Mata og Phil Jones einnig fjarverandi vegna meiðsla. Hvorki Zlatan Ibrahimovic né Mario Mandzukic leika með AC Milan í leiknum. Þá eru þeir Hakan Calhanoglu, Ismael Bennacer, Theo Hernandez og Ante Rebic einnig að glíma við meiðsli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert