Rosengård frá Svíþjóð er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:0-útisigur á St. Pölten frá Austurríki á útivelli í seinni leik liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 2:2-jafntefli.
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård og lék allan leikinn. Kristrún Rut Antonsdóttir var allan tímann á bekknum hjá St. Pölten.
Rosengård er þriðja Íslendingaliðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Sara Björk Gunnarsdóttir og Lyon og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hjá Bayern München fóru áfram fyrr í dag.