Toppliðið sneri taflinu við

Luis Suárez fagnar sigurmarkinu.
Luis Suárez fagnar sigurmarkinu. AFP

Atlético Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-sigri á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld.

Iker Muniain kom gestunum yfir á 21. mínútu en Marcos Llorente jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Luis Suárez tryggði Atlético 2:1-sigur með marki úr víti í upphafi seinni hálfleiks.

Atlético Madrid er með 62 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Barcelona og átta stigum á undan Real Madrid sem eru í öðru og þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert