Knattspyrnumaðurinn Franco Acosta fannst látinn í heimalandi sínu Úrúgvæ. Acosta var að synda í Arroyo Pando-ánni með bróður sínum þegar hann skilaði sér ekki í bakkann hinum megin.
Bróðir hans kallaði á hjálp en Acosta fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hann var aðeins 25 ára gamall.
Acosta lék m.a. með Villarreal og Racing Santander á Spáni og þá lék hann með yngri landsliðum Úrúgvæ. Hann var síðast á mála hjá Patenas San Carlos í heimalandinu.