Snýst ekki um einbeitingu

Mikel Arteta hvetur sína menn áfram í Grikklandi.
Mikel Arteta hvetur sína menn áfram í Grikklandi. AFP

„Við byrjuðum leikinn af miklum krafti og stjórnuðum ferðinni,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, í samtali við BT Sport eftir 3:1-sigur Arsenal gegn Olympiacos í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeild UEFA í Grikklandi í kvöld.

Martin Ødegaard kom Arsenal yfir á 34. mínútu en Youssef El-Arabi jafnaði metin fyrir Grikkina á 58. mínútu.

Gabriel og Mohamed Elneny bættu við hvor sínu markinu undir lok leiksins og þar við sat.

„Við gáfum þeim mark á silfurfati en við komum til baka og skoruðum tvö góð mörk sem ég er mjög sáttur við,“ sagði Arteta.

„Þetta voru mjög góð úrslit en við verðum að hætta gefa mótherjum okkar mörk á silfurfati því það mun reynast okkur dýrt á einhverjum tímapunkti.

Þetta hefur ekkert með einbeitingu að gera heldur meira hvernig við spilum boltanum frá okkur úr öftustu víglínu.

Ég er ánægður með hugarfar leikmannanna að koma hingað og stjórna leiknum frá A til Ö því þetta er erfiður útivöllur að spila á.

Það er bara hálfleikur í einvíginu og við förum í seinni leikinn eins og staðan sé 0:0 í einvíginu,“ bætti Arteta við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert