Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í Þýskalandi

Alexandra Jóhannsdóttir gekk til liðs við Eintracht Frankfurt í janúar.
Alexandra Jóhannsdóttir gekk til liðs við Eintracht Frankfurt í janúar. Ljósmynd/@eintracht_eng

Knattspyrnukonan Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir var í byrjunarliði Eintracht Frankfurt í fyrsta sinn í þýsku efstu deildinni er liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Meppen í kvöld.

Alexandra gekk til liðs við Frankfurt frá Breiðabliki í janúar en þá var hlé á deildarkeppninni þar í landi. Síðan þá hefur liðið spilað tvo leiki, Alexandra kom inn sem varamaður í 2:0-tapi gegn Hoffenheim í síðustu viku. Hún var svo í byrjunarliðinu í kvöld en tekin af velli í hálfleik.

Eintracht Frankfurt er í sjötta sæti þýsku 1. deild­ar­inn­ar með 18 stig en liðið hef­ur sjö sinn­um orðið Þýska­lands­meist­ari og níu sinn­um bikar­meist­ari. Þá hef­ur liðið fjór­um sinn­um orðið Evr­ópu­meist­ari en það eru þrett­án ár síðan það varð síðast Þýska­lands­meist­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert