Vonin orðin veik

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi. Ljósmynd/Al-Arabi

Íslendingalið Al-Arabi mátti þola svekkjandi 2:0-tap gegn Al-Rayyan í katörsku úr­vals­deild­inni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var liðinu ansi mikilvægur í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi og Freyr Alexandersson er honum til aðstoðar en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er leikmaður liðsins. Aron lék allar 90 mínúturnar í tapinu í dag og situr liðið nú í 7. sæti með 26 stig að 19 umferðum loknum.

Liðið er nú átta stigum frá Al-Rayyan sem er í 3. og jafnframt neðsta sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Asíu á næsta keppnistímabili en þangað fara þrjú efstu lið deildarinnar. Með sigri í leiknum hefðu lærisveinar Heimis blásið spennu í þá baráttu en þrjár umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert