Hollenski sóknarmaðurinn Brian Brobbey mun ganga til liðs við þýska knattspyrnuliðið RB Leipzig í sumar. Fer hann til liðsins á frjálsri sölu frá Hollandsmeisturum Ajax.
Brobbey, sem er nýorðinn 19 ára gamall, hefur skorað fjögur mörk í 11 leikjum fyrir aðallið Ajax í öllum keppnum á tímabilinu.
Hann hefur einnig leikið með Jong Ajax í B-deildinni í Hollandi, þar sem hann hefur skorað níu mörk í 15 leikjum á yfirstandandi tímabili.
Samningur Brobbeys við Ajax rennur út hinn 30. júní og mun hann formlega ganga til liðs við Leipzig 1. júlí.