Sjálfsmark Alberts kom ekki að sök

Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar á tímabilinu.
Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar á tímabilinu. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Al­bert Guðmunds­son varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik AZ Alkmaar og Twente í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það kom ekki að sök, meðal annars vegna þess að gestirnir sjálfir skoruðu tvö sjálfsmörk.

AZ var komið í 3:0-forystu eftir um hálftíma leik, Myron Boadu kom heimamönnum yfir strax eftir fjórar mínútur og því næst skoruðu gestirnir tvö sjálfsmörk. Þriðja sjálfsmarkið í röð leit svo dagsins ljós á 40. mínútu en það skoraði Albert í kjölfar hornspyrnu.

Albert var tekinn af velli á 67. mínútu áður Teun Koopmeiners og Calvin Stengs ráku smiðshöggið á 5:1-sigur heimamanna. AZ er í 3. sæti deildarinnar með 52 stig, átta stigum á eftir toppliði Ajax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert