Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madríd, segist viðurkenna að hann viti ekki hvort Sergio Ramos, fyrirliði liðsins, verði áfram hjá félaginu að tímabilinu loknu.
Samningur Ramos rennur út í sumar og óljóst hvort hann semur við Spánarmeistarana að nýju.
„Ég vil vera hreinskilinn og verð því að segja að ég veit ekki hvað mun gerast með hann. Við viljum að hann verði áfram hérna.
Hann mun ávallt vera mikilvægur leikmaður og ég vil halda honum hér, það segi ég sem þjálfari,“ sagði Zidane.