Agüero að semja við Barcelona

Arg­entínski fram­herj­inn Sergio Agüero skorar hér úr vítaspyrnu gegn Fulham …
Arg­entínski fram­herj­inn Sergio Agüero skorar hér úr vítaspyrnu gegn Fulham í gærkvöldi. AFP

Arg­entínski fram­herj­inn Sergio Agüero er nálægt því að skrifa undir samning við spænska stórliðið Barcelona ef marka má fréttir þar í landi í dag.

Samningur Agüeros við Manchester City rennur út í sumar en hann hefur glímt mikið við meiðsl í vetur og lítið getað spilað. Framherjinn var þó í byrjunarliði City sem vann 3:0-sigur á Fulham í gærkvöldi og skoraði þar sitt fyrsta deildarmark í rúmt ár.

Spænski miðillinn AS greinir frá því að Agüero muni semja við Barcelona til tveggja ára og verður hann fyrsti leikmaðurinn sem Joan Laporta, nýkjörinn forseti félagsins, fær til liðs við stórliðið.

Framherjinn er sá markahæsti í sögu Manchester City, hefur skorað 181 deildarmark í 271 leik síðan hann kom til félagsins árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert