Dýrmæt stig í súginn

Marcos Llorente leikmaður Atlético fær gula spjaldið í leiknum við …
Marcos Llorente leikmaður Atlético fær gula spjaldið í leiknum við Getafe í gærkvöld. AFP

Atlético Madrid missti af tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu í gærkvöld.

Atlético sótti Getafe heim og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Allan Nyom hjá Getafe fékk rauða spjaldið þegar tuttugu mínútur voru eftir en toppliðið náði ekki að nýta sér liðsmuninn.

Atlético er með 63 stig en Barcelona sem er með 56 stig og á leik til góða fær annað kvöld tækifæri til að minnka forskotið niður í fjögur stig. Barcelona á þá heimaleik gegn botnliðinu Huesca. Real Madrid komst í annað sætið með 57 stig í gær með sigri á Elche, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert