Zlatan Ibrahimovic er mættur aftur í sænska landsliðið í knattspyrnu eftir langa fjarveru.
Framherjinn, sem er 39 ára gamall, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2016 eftir fimmtán ára landsliðsferil.
Hann er hins vegar í hópnum hjá Svíum sem mæta Georgíu og Kosovó í undankeppni HM í landsleikjaglugganum í mars.
Svíar leika í B-riðli undankeppninnar ásamt Spáni, Grikklandi, Georgíu og Kosovó en Janne Anderson er þjálfari Svía í dag.
„Guð snýr aftur,“ skrifaði Zlatan í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.
The return of the God @svenskfotboll pic.twitter.com/hQThIdWRY0
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) March 16, 2021