Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Roma og armenska landsliðsins, missir af leik Íslands og Armeníu ytra í undankeppni HM í fótbolta sunnudaginn 28. mars næstkomandi vegna meiðsla.
Mkhitaryan er fyrirliði armenska liðsins og hefur verið skærasta stjarna þess undanfarin ár. Hann er á sínu öðru tímabili með Roma en lék áður með Arsenal, Manchester United og Dortmund.
Miðjumaðurinn hefur leikið vel með Roma á leiktíðinni og skorað níu mörk í 25 leikjum í ítölsku A-deildinni.