Skærasta stjarnan mætir ekki Íslandi

Henrikh Mkhitaryan leikur ekki með Armeníu gegn Íslandi.
Henrikh Mkhitaryan leikur ekki með Armeníu gegn Íslandi. AFP

Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Roma og armenska landsliðsins, missir af leik Íslands og Armeníu ytra í undankeppni HM í fótbolta sunnudaginn 28. mars næstkomandi vegna meiðsla.

Mkhitaryan er fyrirliði armenska liðsins og hefur verið skærasta stjarna þess undanfarin ár. Hann er á sínu öðru tímabili með Roma en lék áður með Arsenal, Manchester United og Dortmund.

Miðjumaðurinn hefur leikið vel með Roma á leiktíðinni og skorað níu mörk í 25 leikjum í ítölsku A-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert